Fjármál fyrirtækja
Lærðu allt um vexti, ársreikninga, fjármögnun og fjárfestingar
Skaraðu fram úr
Skilningur á fjármálum fyrirtækja nýtist í flestum störfum. Undirbúðu þig fyrir framtíðina og vertu eftirsóttari starfskraftur.
Allir geta lært
Fjármál byggja á einföldum grunni og hver sem er getur lært fræðin. Aldur eða reynsluleysi er engin afsökun.
Lægsta mögulega verð
Með því að kenna á netinu getum við boðið lágt verð. Þá veita flest stéttarfélög styrk upp í námskeiðsgjaldið.
Námskeið í fjármálum fyrirtækja
Lærðu allt um vexti, ársreikninga, fjármögnun og fjárfestingar. Innifalið eru 23 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.
Skráðu þig hér
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja ...
- skilja hvernig fjármál virka í fyrirtækjum
- taka betri ákvarðanir tengdar rekstri og fjármálum
- öðlast meiri yfirsýn yfir gangverk fyrirtækja og efnahagslífsins
- bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu
Hvað mun ég læra?
Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:
- hvernig stjórnendur fyrirtækja taka ákvarðanir um fjármögnun og fjárfestingar
- vexti, tímavirði peninga, markaði og ársreikninga
- hvernig fyrirtæki og verkefni eru verðmetin
- hvernig best er að hugsa um fjárfestingar og samband áhættu og ávöxtunar
„Þetta er virkilega vel sett upp og maður er fljótur að meðtaka útskýringarnar.“
- Daníel Örn Árnason
22 fyrirlestrar | aðstoð innifalin
Kennarinn svarar spurningum inn á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Kennarinn þinn
Úlfar
Úlfar Biering er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar hjá fjárfestingafélaginu Ægi Invest. Áður vann Úlfar á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Úlfar er fæddur og uppalinn Dalvíkingur og æfði fótbolta með Knattspyrnufélagi Akureyrar í mörg ár. Hann hefur mikinn áhuga bæði á fjármálum og fyrirtækjarekstri.
Styrktu ferilskrána
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.