Forritun fyrir byrjendur

Lærðu að forrita þína eigin vefsíðu með HTML, CSS og BootstrapSkaraðu fram úr

Skilningur á forritun nýtist í öllum störfum. Undirbúðu þig fyrir framtíðina og vertu eftirsóttari starfskraftur.


Allir geta forritað

Ný verkfæri gera hverjum sem er kleift að læra forritun í dag. Aldur eða reynsluleysi er engin afsökun.


Lægsta mögulega verð

Með því að kenna á netinu getum við boðið lágt verð. Þá veita flest stéttarfélög styrk upp í námskeiðsgjaldið.

Forritun fyrir byrjendur

Lærðu að forrita þína eigin vefsíðu með HTML, CSS og Bootstrap. Innifalið eru 18 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.

Skráðu þig hér

kr./ári - sjá námskeið í boði

EÐA

kr.

Vissir þú að flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta námskeiðsgjaldsins? Sjá nánar hér.

Sýnishorn

Horfðu á yfirlit yfir það sem er kennt á námskeiðinu


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar vel fyrir

  • Þá sem vilja skilja forritun en vita ekki hvar á að byrja
  • Þá sem vilja eiga auðveldara með að ræða við tæknifólk og forritara
  • Þá sem nota WordPress eða álíka kerfi en vilja skilja betur hvernig þau virka
  • Þá sem vilja nota forritun í vinnu til að ná meiri afköstum

Hvað mun ég læra?

Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú kunna

  • Að setja upp fullbúna vefsíðu fyrir snjallsíma og tölvur
  • Að leita lausna á forritunarvandamálum á Google
  • Að hanna nútímalega vefsíðu á sama grunni og Twitter, Spotify o.fl.
  • Að forrita í HTML og CSS


„Mig hefur lengi langað að bæta við mig þekkingu en hingað til hef ég hvorki fundið tíma til þess að mæta í kennslustofu né fundið námskeið á viðráðanlegu verði. Námskeiðin hjá Frama eru skýr, hnitmiðuð og á góðu verði. Ég get horft á fyrirlestrana heima þegar mér hentar og lært hraðar en ég gæti annars.“

- Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

„Mér fannst námskeiðið allt mjög áhugavert og fróðlegt. Það kom mér verulega á óvart hvað þetta er miklu auðveldara núna miðað við þegar ég var að læra um html fyrir 5-10 árum.“

- Sandra Ómarsdóttir

„Mér fannst þetta námskeið frábært! Námsefnið er skemmtilegt og myndböndin halda manni vel við efnið. Hlakka til að byrja á framhaldsnámskeiðinu!

- Kolbrún Sigurjónsdóttir

17 fyrirlestrar | aðstoð innifalin

Kennarinn svarar spurningum inn á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.

Styrktu ferilskrána

Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.

Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.

Algengar spurningar


Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra undirstöðuatriði forritunar. Við gerum ekki ráð fyrir að þú hafir forritað áður.
Hvers vegna læri ég að gera vefsíðu ?
Flest forritin sem við notum í daglegu lífi eru vefsíður. Tæknin á bakvið vefsíður er aðgengileg og margir möguleikar á því að læra meira og kafa í einstök atriði.
Hvað er innifalið?
Aðgangur að innra vefsvæði þar sem þú horfir á fyrirlestra og getur spurt leiðbeinandann spurninga. Þegar þú lýkur námskeiðinu færðu jafnframt útskriftarskírteini.
Hvort kennið þið á Windows eða Mac?
Það skiptir ekki máli hvort þú notar Windows eða Mac. Allt sem kennt er á námskeiðinu virkar í báðum stýrikerfum.
Hvað gildir aðgangurinn lengi?
Ævilangur aðgangur er að námskeiðinu. Þú getur því lokið námskeiðinu á þeim hraða sem þér hentar.
Get ég fengið styrk frá stéttarfélagi?
Já, flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins. Til að fá endurgreitt sendir þú tölvupóst til stéttarfélagsins þíns með staðfestingu á að þú hafir keypt námskeiðið. Við sendum þér staðfestinguna í tölvupósti um leið og þú kaupir námskeiðið.
Ég er með aðra spurningu
Ekkert mál - sendu okkur skilaboð hér á síðunni eða tölvupóst á [email protected] og við svörum um hæl.

Þú getur byrjað hvenær sem er