Photoshop grunnnámskeið
Lærðu að vinna með ljósmyndir og búa til grafískt efni á mettíma
Skaraðu fram úr
Kunnátta á Photoshop nýtist í öllum störfum. Undirbúðu þig fyrir framtíðina og vertu eftirsóttari starfskraftur.
Allir geta hannað
Photoshop gerir hverjum sem er kleift að hanna fallega hluti. Aldur eða reynsluleysi er engin afsökun.
Lægsta mögulega verð
Með því að kenna á netinu getum við boðið lágt verð. Þá veita flest stéttarfélög styrk upp í námskeiðsgjaldið.
Grunnnámskeið í Photoshop
Lærðu á vinsælasta grafík- og myndvinnsluforrit í heiminum í dag. Innifalið eru 17 fyrirlestrar, innra net þar sem þú getur spurt og skírteini þegar þú klárar.
Skráðu þig hér
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem ...
- hafa áhuga á myndvinnslu eða grafískri hönnun
- vilja láta ljósmyndir sínar líta betur út
- langar að búa til efni fyrir vefsíður eða til útprentunar
- vilja bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu
Hvað mun ég læra?
Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja:
- sköpunarferli veggspjalds í Photoshop frá A-Ö
- hvernig hægt er að búa til fallega hönnun á skömmum tíma í Photoshop
- lagfæringu og fínstillingu ljósmynda
17 fyrirlestrar | aðstoð innifalin
Kennarinn svarar spurningum inn á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Kennarinn þinn
Halldór
Halldór Snorrason er með meistaragráðu í hönnun og listrænni stjórnun frá Konunglega danska listaháskólanum. Hann vinnur nú sem listrænn stjórnandi kvikmynda og sjónvarpsþátta.
Sem listrænn stjórnandi ber hann ábyrgð á heildarútliti framleiðslunnar og vinnur náið með leikstjóra, framleiðenda og kvikmyndatökufólki.
Halldór hefur notað Photoshop í um 20 ár í ýmisskonar verkefnum og er það ennþá hans aðal hönnunarverkfæri. Á vefsíðu Halldórs er hægt að skoða hans fyrri verk - halldorsnorrason.com
Aðgangur að Photoshop forritinu
Aðgangur að Photoshop forritinu er ekki innifalin í námskeiðinu og þurfa nemendur sjálfir að útvega sér aðgang að því. Frami getur ekki veitt aðstoð við uppsetningu og kaup á forritinu.
Styrktu ferilskrána
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.