Um Frama
Frami er vefskóli þar sem öll kennsla fer fram á íslensku yfir netið. Nemandinn stýrir ferðinni og getur klárað námsefnið á þeim hraða sem hentar. Við kennum í formi fyrirlestra og verkefna, auk þess sem námskeiðum fylgir aðgangur að innri vef þar sem kennarinn svarar spurningum nemenda.
Frami byggir á þeirri sýn okkar að menntun eigi að vera aðgengileg alla ævi. Eftir að skólagöngu lýkur á þekkingaröflun ekki að krefjast mikillar fyrirhafnar eða fjárútláta. Með því að bjóða upp á vefnámskeið á lágu verði gerum við öllum kleift að bæta við sig nýrri þekkingu og hæfileikum hvenær sem er.
Teymið
Björn Brynjúlfur vann áður hjá Viðskiptaráði Íslands sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri. Björn er með BS-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í hagfræði frá University of Oxford.
Netfang: [email protected]
Marinó Páll vann áður hjá Marel sem teymisstjóri IoT (e. Internet of Things) og gervigreindar. Marinó er með BS-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í verkfræði frá TU Delft.
Netfang: [email protected]
Sóley Halldórsdóttir vinnur að því að upplifun nemenda af náminu þeirra sé sem best. Sóley leggur stund á nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.
Netfang: [email protected]
Sverrir Arnórsson sinnir fjölbreyttum verkefnum allt frá forritun til grafískrar hönnunar hjá Frama. Sverrir leggur stund á nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.
Netfang: [email protected]