WordPress skref fyrir skref
Náðu tökum á WordPress og búðu til nýjar vefsíður án forritunarkunnáttu
Um námskeiðið
Lærðu á alla mikilvægustu hluta WordPress vefumsjónarkerfisins frá grunni. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa umsjón með WordPress vefsíðum og þeim sem vilja setja upp sína eigin vefsíðu. Engin forritunarkunnátta er nauðsynleg.
Farið er yfir eftirfarandi atriði:
- Vefsíðugerð: Uppsetning og hönnun nýrrar vefsíðu frá grunni. Að námskeiði loknu hefur þú þína eigin uppsetta WordPress vefsíðu á netinu.
- Fréttakerfi: Hvernig á að setja inn fréttir og stilla útlit þeirra nákvæmlega.
- Þemakerfi: Þemakerfið er notað til þess að gefa síðunni einstakt yfirbragð.
- Viðbætur: Ýmsar viðbætur eru settar upp sem auðvelda notkun síðunnar. Þar má nefna skilaboðaform, Google analytics, ruslvarnir og fleira.
- Forsíða og undirsíður: Farið er ítarlega yfir hönnun og umsjón forsíðu og undirsíðna.
- Mælingar og öryggi: Hvernig á að mæla gestafjölda og verja WordPress vefsíður gegn tölvuárásum og ruslpóstum.
Námskeiðið samanstendur af 20 fyrirlestrum um WordPress. Að námskeiði loknu munt þú hafa heildstæða yfirsýn yfir WordPress - og verkfærakistu til að hanna og reka þína eigin vefsíðu á auðveldan hátt.
Námskeiðið er kennt á netinu og þú færð aðgang að öllu efninu um leið og þú skráir þig. Þú getur spurt spurninga inni á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Skráning
Vefnámskeið um WordPress vefumsjónarkerfið. Innifalið eru 20 fyrirlestrar, spurningasvæði og skírteini þegar þú klárar.
Skráðu þig hér
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja ...
- ná almennilegum tökum á WordPress
- setja upp og hanna nýja vefsíðu frá grunni
- stofna vefverslun til að selja vörur á netinu
- bæta sig með nýjum hæfileikum og þekkingu
Hvað mun ég læra?
Þegar þú lýkur námskeiðinu munt þú skilja ...
- hvernig best er að viðhalda vefsíðum með WordPress
- hvernig á að setja upp og hanna vefsíðu frá grunni
- hvernig bæta má útlit vefsíðu til að auka notkun gesta
20 fyrirlestrar | aðstoð innifalin
Kennarinn svarar spurningum inn á lokuðu spjallsvæði sem er innifalið með námskeiðinu.
Námskeiðið er kennt á netinu. Þú getur byrjað hvenær sem er.
Kennarinn þinn
Enar
Enar Kornelius er flugklár drengur sem dúxaði Menntaskólann í Hamrahlíð á sama tíma og hann var forseti nemendafélagsins. Hann hefur notað WordPress við vefsíðugerð frá unga aldri og kann öll trixin í bókinni.
Enar leggur áherslu á að útskýra námsefnið á einfaldan hátt og forðast að nota tæknilegar útskýringar. WordPress verður á þennan hátt aðgengilegt fyrir alla nemendur óháð reynslu.
Enar leggur nú stund á hagfræði við Háskólann í Chicago.
Styrktu ferilskrána
Þegar þú hefur lokið við námskeiðið færðu útskriftarskírteini sem staðfestir það sem þú lærðir.
Þú getur notað skírteinið til þess að sýna núverandi eða verðandi vinnuveitanda þínum eða sett staðfestinguna á ferilskrána þína.